Fótbolti

Nani: Upprisan fullkomnuð með sigri á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani fagnar öðru marki sínu á móti Dönum.
Nani fagnar öðru marki sínu á móti Dönum. Mynd/AP
Nani skoraði tvö fyrstu mörk Portúgala í 3-1 sigri á Dönum á föstudagskvöldið og næst á dagskrá hjá þessum snjalla leikmanni Manchester United er að mæta á Laugardalsvöllinn og spila við íslenska landsliðið á þriðjudagskvöldið.

„Við áttum leikinn frá upphafi til enda. Ég hafði aldrei áhyggjur af því að við myndum ekki taka öll þrjú stigin eftir að við komust yfir í leiknum," sagði Nani sem skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í fyrri hálfleik eftir varnarmistök dönsku leikmannanna Dennis Rommedahl og Christian Poulsen.

„Við áttum harma að hefna á móti Dönum og það var frábært að vinna þá og hefna fyrir það að þeir tóku fyrsta sætið af okkur í síðustu undankeppni," sagði Nani.

„Við getum síðan fullkomnað upprisuna með því að vinna á Íslandi eftir nokkra daga," sagði Nani en Portúgal byrjaði ekki undankeppnina vel og fékk aðeins eitt stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×