Fótbolti

Landsliðsþjálfara Simbabve vísað úr landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn í landsliði Simbabve.
Leikmenn í landsliði Simbabve. Mynd/Nordic Photos/Getty
Belginn Tom Saintfiet er strax kominn í vandræði í nýja starfi sínu sem þjálfari landsliðs Simbabve. Tom Saintfiet hefur nefnilega verið vísað úr landi aðeins fjórum dögum fyrir heimaleik á móti Grænhöfðaeyjum í undankeppni Afríkumótsins.

Benedict Moyo, starfsmaður knattspyrnusambands Simbabve, sagði að Tom Saintfiet hafi fengið heimsókn frá yfirvöldum á meðan æfingu landsliðsins stóð í gær og þar var honum sagt að hann væri ekki með atvinnuleyfi og þyrfti því að yfirgefa Simbabve fyrir miðvikudag.

Tom Saintfiet ætti að geta snúið aftur til landsins en aðeins þegar knattspyrnusambandið væri búið að ganga frá atvinnuleyfinu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×