Enski boltinn

Bothroyd í enska landsliðið?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er sagður velta fyrir sér hvort hann eigi að velja framherjann Jay Bothroyd í liðið fyrir vináttuleikinn gegn Frökkum síðar í mánuðinum.

Bothroyd hefur farið á kostum með Cardiff í ensku B-deildinni á leiktíðinni og skorað tólf mörk á tímabilinu. Cardiff er í efsta sæti deildarinnar.

Capello á í vandræðum með sóknarmenn fyrir leikinn. Bobby Zamora, Wayne Rooney, Jermain Defoe og Gabriel Agbonlahor eru allir meiddir og Emile Heskey gefur ekki lengur kost á sér.

Líklegt er að Theo Walcott verði valinn og þá kemur Andy Carroll, leikmaður Newcastle, einnig til greina. Kevin Davies lék sinn fyrsta landsleik í síðasta mánuði og lílegt er að hann verði valinn aftur í hópinn. Peter Crouch og Darren Bent verða nánast örugglega í landsliðshópnum sem Capello tilkynnir eftir rúma viku.

Dave Jones, stjóri Cardiff, segir að Bothroyd eigi það skilið að koma til greina. Síðasti leikmaðurinn sem valinn var í landsliðið úr neðri deildunum var David Nugent sem spilaði þá með Preston North End.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×