Leggjum allt undir í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2010 08:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins, stefnir á sigur í Ísrael í kvöld. Fréttablaðið/Anton Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik sem fer fram á Bloomfield-leikvanginum í Tel Aviv í kvöld. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, segir að engan bilbug sé að finna á sínum mönnum þrátt fyrir að sjö leikmenn hafi þurft að draga sig úr hópnum af ýmsum ástæðum. „Það er svo sem ekkert nýtt að menn forfallist en það er óvenjulega mikið um það núna,“ segir Ólafur við Fréttablaðið. „Við verðum aðeins með sextán leikmenn á skýrslu að þessu sinni en megum vera með átján. Það voru aðeins átján leikmenn boðaðir út og kannski hefðum við átt að fara með fleiri leikmenn. En leikurinn er í annarri heimsálfu og þetta er erfitt ferðalag.“ Nú síðast duttu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson úr liðinu vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leikjum sinna liða um helgina. Fyrirvarinn var skammur og ekki tókst að boða nýja menn í liðið í þeirra stað. „Ég er þó með sterkt lið hér úti og og mun nota þennan leik alveg eins og ég ætlaði að gera áður,“ segir Ólafur, sem ætlar að leggja áherslu á að bæta sóknarleik íslenska liðsins í kvöld. „Ég hef áður sagt að við erum örlítið ragir þegar við fáum boltann og vil ég að menn þori að halda boltanum innan liðsins án þess að gefa hann auðveldlega eða klaufalega frá sér. Ef það tekst er sá möguleiki fyrir hendi að færa okkur framar á völlinn og skapa okkur fleiri færi við mark andstæðingsins. Þetta hefur lengi verið vandamál hjá íslenska landsliðinu,“ segir Ólafur. „Sóknarleikurinn hjá okkur hefur verið ágætur inni á milli en dottið niður eins og gengur og erist. Við höfum líka verið mikið að hugsa um varnarleikinn og menn hafa því verið hræddir við að sækja fram. Við erum að reyna að vinna í því.“ Ólafur stillir upp að stærstum hluta ungu liði í kvöld. „Það stóð alltaf til að ungir leikmenn fengju tækifæri í þessum leik til að öðlast dýrmæta reynslu. Ég veit líka að menn munu gefa sig alla í leikinn og meðan svo er verðum við í fínum málum. Við ætlum að vinna þennan leik og leggjum allt undir svo að það takist.“ Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira
Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik sem fer fram á Bloomfield-leikvanginum í Tel Aviv í kvöld. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, segir að engan bilbug sé að finna á sínum mönnum þrátt fyrir að sjö leikmenn hafi þurft að draga sig úr hópnum af ýmsum ástæðum. „Það er svo sem ekkert nýtt að menn forfallist en það er óvenjulega mikið um það núna,“ segir Ólafur við Fréttablaðið. „Við verðum aðeins með sextán leikmenn á skýrslu að þessu sinni en megum vera með átján. Það voru aðeins átján leikmenn boðaðir út og kannski hefðum við átt að fara með fleiri leikmenn. En leikurinn er í annarri heimsálfu og þetta er erfitt ferðalag.“ Nú síðast duttu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson úr liðinu vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leikjum sinna liða um helgina. Fyrirvarinn var skammur og ekki tókst að boða nýja menn í liðið í þeirra stað. „Ég er þó með sterkt lið hér úti og og mun nota þennan leik alveg eins og ég ætlaði að gera áður,“ segir Ólafur, sem ætlar að leggja áherslu á að bæta sóknarleik íslenska liðsins í kvöld. „Ég hef áður sagt að við erum örlítið ragir þegar við fáum boltann og vil ég að menn þori að halda boltanum innan liðsins án þess að gefa hann auðveldlega eða klaufalega frá sér. Ef það tekst er sá möguleiki fyrir hendi að færa okkur framar á völlinn og skapa okkur fleiri færi við mark andstæðingsins. Þetta hefur lengi verið vandamál hjá íslenska landsliðinu,“ segir Ólafur. „Sóknarleikurinn hjá okkur hefur verið ágætur inni á milli en dottið niður eins og gengur og erist. Við höfum líka verið mikið að hugsa um varnarleikinn og menn hafa því verið hræddir við að sækja fram. Við erum að reyna að vinna í því.“ Ólafur stillir upp að stærstum hluta ungu liði í kvöld. „Það stóð alltaf til að ungir leikmenn fengju tækifæri í þessum leik til að öðlast dýrmæta reynslu. Ég veit líka að menn munu gefa sig alla í leikinn og meðan svo er verðum við í fínum málum. Við ætlum að vinna þennan leik og leggjum allt undir svo að það takist.“
Fótbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Sjá meira