Enski boltinn

Bendtner stefnir að því að spila eftir tvær vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik með Dönum á HM í sumar.
Nicklas Bendtner í leik með Dönum á HM í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner stefnir að því að spila á nýjan leik með Arsenal eftir tvær vikur.

Bendtner hefur átt við meiðsli í nára að stríða síðan á síðasta tímabili en lék engu að síður með danska landsliðinu á HM í sumar.

„Núna er ég tilbúinn. Sumir í liðinu hafa verið frá með sínum landsliðinu en ég hef verið að æfa með hinum og notið þess mjög," sagði Bendtner við enska fjölmiðla í dag.

„Ég er verkjalaus í náranum og lagt það mikið á mig að ég hef ef til vill aldrei verið í betra formi."

„Ég þarf að spila með varaliðinu til að komast í betra leikform. Ég vona að ég geti spilað með aðalliðinu eftir tvær vikur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×