Enski boltinn

Heiðar og félagar á toppnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gengur vel hjá Heiðari og félögum.
Það gengur vel hjá Heiðari og félögum.

Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og lék í 73 mínútur er QPR skellti Leicester á útivelli, 0-2. Heiðar náði ekki að skora að þessu sinni.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem vann sterkan útisigur gegn Bristol City, 1-2. Aron fékk að líta gula spjaldið í síðari hálfleik.

Brynjar Björn Gunnarsson lék síðan allan leikinn fyrir Reading sem tapaði gegn Middlesbrough, 3-1.

QPR er á toppi deildarinnar, Coventry um miðja deild en Reading neðarlega í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×