Björgunarafrek í eyðimörkinni 14. október 2010 06:00 Sebastian Pinera, forseti Síle, tók á móti fyrstu námamönnunum og faðmaði þá að sér. Nordicphotos/AFP Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Fyrstur upp á yfirborðið var Florencio Avalos, sem talinn var heilsuhraustastur mannanna. Honum var ákaft fagnað meðan hann faðmaði að sér sjö ára son sinn, eiginkonu sína og loks Sebastian Pineira forseta, sem hefur fylgst grannt með undirbúningi og aðdraganda björgunaraðgerðanna. Næstur kom Mario Sepulveda, lífsglaður maður sem talar hátt og lætur margt flakka. „Ég tel mig hafa verið ótrúlega heppinn,“ sagði hann. „Ég var með guði og með djöflinum, og ég valdi guð.“ Mönnunum hefur verið tekið eins og þjóðhetjum. Þrautseigja þeirra og samstaða hefur verið lofuð í hástert. Pineira forseti hefur meira að segja sagt þá eiga að vera þjóðinni til fyrirmyndar. Dvöl þeirra í meira en tvo mánuði í einangrun neðanjarðar hefur þó reynst þeim erfið. Fréttir hafa borist af harkalegum ágreiningi í hópnum og þeir eru sagðir hafa samþykkt að láta ekkert uppi um alvarleg atvik sem áttu sér stað fyrstu vikurnar. Eftir að mennirnir komu upp á yfirborðið hafa þeir allir verið settir á sjúkrabörur og þeir síðan fluttir stutta leið yfir í sjúkraskýli þar sem heilsufar þeirra er kannað. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum verið lagðir inn á sjúkrahús í Copiapo þar sem betur verður hugað að þeim næstu tvo sólarhringana. Stjórnvöld hafa heitið því að hugsa vel um mennina í hálft ár að minnsta kosti, og lengur ef einhverjir þeirra þurfa á frekari aðstoð að halda. Sálfræðingar telja fullvíst að þessi reynsla muni setja mark sitt á líf þeirra það sem eftir er. Mennirnir hafa verið innilokaðir á meira en 700 metra dýpi síðan 5. ágúst þegar námugöngin lokuðust. Enginn vissi hvort þeir væru á lífi fyrr en sautján dögum síðar, þegar þröng hola hafði verið boruð niður til þeirra. Þeim tókst að senda lítinn miða upp á yfirborðið þar sem á stóð, krotað með rauðu bleki: „Við erum hér í afdrepinu í góðu ástandi, allir 33.“ Mennirnir höfðu farið inn í afdrep í göngunum til að snæða hádegismat þegar hrunið varð hinn 5. ágúst. Hægt var að koma til þeirra samskiptabúnaði niður þröngu göngin og síðan var hafist handa við að bora göng sem væru nógu breið til að hægt væri að koma einum manni upp í einu. Sjálf björgunin hófst rétt fyrir miðnætti á miðvikudag, 69 dögum eftir að þeir lokuðust inni. Fyrst var björgunarmaður sendur niður í hylkinu, sem sérstaklega var hannað til að flytja mennina upp á yfirborðið. Eftir að fyrsti námumaðurinn var kominn upp fór sjúkraliði niður með hylkinu til að huga betur að heilsufari mannanna áður en þeir væru fluttir upp, og síðan komu þeir einn af öðrum upp á yfirborðið þar sem mannfjöldinn tók á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Björgun 33 námuverkamanna í Síle hefur gengið eins og í sögu. Fyrsti maðurinn var hífður upp aðfaranótt þriðjudags og í gærkvöld var meirihluti þeirra laus úr prísundinni. Þeir síðustu verða væntanlega komnir upp á yfirborð jarðar fyrir hádegi í dag. Fyrstur upp á yfirborðið var Florencio Avalos, sem talinn var heilsuhraustastur mannanna. Honum var ákaft fagnað meðan hann faðmaði að sér sjö ára son sinn, eiginkonu sína og loks Sebastian Pineira forseta, sem hefur fylgst grannt með undirbúningi og aðdraganda björgunaraðgerðanna. Næstur kom Mario Sepulveda, lífsglaður maður sem talar hátt og lætur margt flakka. „Ég tel mig hafa verið ótrúlega heppinn,“ sagði hann. „Ég var með guði og með djöflinum, og ég valdi guð.“ Mönnunum hefur verið tekið eins og þjóðhetjum. Þrautseigja þeirra og samstaða hefur verið lofuð í hástert. Pineira forseti hefur meira að segja sagt þá eiga að vera þjóðinni til fyrirmyndar. Dvöl þeirra í meira en tvo mánuði í einangrun neðanjarðar hefur þó reynst þeim erfið. Fréttir hafa borist af harkalegum ágreiningi í hópnum og þeir eru sagðir hafa samþykkt að láta ekkert uppi um alvarleg atvik sem áttu sér stað fyrstu vikurnar. Eftir að mennirnir komu upp á yfirborðið hafa þeir allir verið settir á sjúkrabörur og þeir síðan fluttir stutta leið yfir í sjúkraskýli þar sem heilsufar þeirra er kannað. Þeir hafa síðan hver á fætur öðrum verið lagðir inn á sjúkrahús í Copiapo þar sem betur verður hugað að þeim næstu tvo sólarhringana. Stjórnvöld hafa heitið því að hugsa vel um mennina í hálft ár að minnsta kosti, og lengur ef einhverjir þeirra þurfa á frekari aðstoð að halda. Sálfræðingar telja fullvíst að þessi reynsla muni setja mark sitt á líf þeirra það sem eftir er. Mennirnir hafa verið innilokaðir á meira en 700 metra dýpi síðan 5. ágúst þegar námugöngin lokuðust. Enginn vissi hvort þeir væru á lífi fyrr en sautján dögum síðar, þegar þröng hola hafði verið boruð niður til þeirra. Þeim tókst að senda lítinn miða upp á yfirborðið þar sem á stóð, krotað með rauðu bleki: „Við erum hér í afdrepinu í góðu ástandi, allir 33.“ Mennirnir höfðu farið inn í afdrep í göngunum til að snæða hádegismat þegar hrunið varð hinn 5. ágúst. Hægt var að koma til þeirra samskiptabúnaði niður þröngu göngin og síðan var hafist handa við að bora göng sem væru nógu breið til að hægt væri að koma einum manni upp í einu. Sjálf björgunin hófst rétt fyrir miðnætti á miðvikudag, 69 dögum eftir að þeir lokuðust inni. Fyrst var björgunarmaður sendur niður í hylkinu, sem sérstaklega var hannað til að flytja mennina upp á yfirborðið. Eftir að fyrsti námumaðurinn var kominn upp fór sjúkraliði niður með hylkinu til að huga betur að heilsufari mannanna áður en þeir væru fluttir upp, og síðan komu þeir einn af öðrum upp á yfirborðið þar sem mannfjöldinn tók á móti þeim. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira