Fótbolti

Obafemi Martins til Rubin Kazan

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Martins sækir að marki á HM.
Martins sækir að marki á HM. GettyImages
Obafemi Martins er genginn til liðs við rússneska félagið Rubin Kazan. Hann gerði þriggja ára samnng við félagið og yfirgefur þar með Wolfsburg í Þýskalandi. Martins spilaði með Nígeríu á HM en lék ekki vel. Hann skoraði sex mörk í 22 leikjum fyrir Wolfsburg eftir að hafa komið þangað frá Newcastle. "Þetta er nýtt upphaf, ný áskorun og nýtt ævintýri fyrir mig," segir Martins. "Ég er að ganga í raðir meistaraliðs og vona að ég standi mig vel til að gera liðið enn betra." Kazan mun keppa í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×