Innlent

FÍB gerir athugasemd við fullyrðingar um vátryggingasvik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Runólfur Ólafsson erframkvæmdastjóri FIB. Mynd/ Auðunn.
Runólfur Ólafsson erframkvæmdastjóri FIB. Mynd/ Auðunn.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir alvarlegar athugasemdir við þá fullyrðingu samtaka fjármálafyrirtækja að gera megi ráð fyrir að 10-15% af bótagreiðslum frá tryggingafélögunum séu vegna vátryggingasvika.

FÍB segir að þessi fullyrðing sé ekki ekki byggð á eigin úttekt tryggingafélaganna, heldur sé miðað við „áætlaða tíðni vátryggingasvika í nágrannalöndunum." Ekki kemur fram hver áætlar þá tíðni, þó flesta renni í grun að það séu tryggingafélögin sjálf. Ekki kemur heldur fram hver þessi nágrannalönd eru.

FÍB segir að samanburður í þessum efnum við lönd með tugmilljónir íbúa sé fullkomlega ómarktækur. Samtök fjármálafyrirtækja reyni hins vegar að gefa þessari fullyrðingu trúverðugleika með því að sýna Gallupkönnun þar sem spurt hafi verið um viðhorf fólks til vátryggingasvika. Jafnframt hafi forstjóri eins félagsins vitnað í fréttaviðtali í útvarpsviðtali til rúmlega tíu ára gamals tryggingasvikamáls til staðfestingar máli sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×