Enski boltinn

Redknapp ásakar Nasri um leikaraskap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri fagnar öðru marka sinna í gær.
Samir Nasri fagnar öðru marka sinna í gær. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ásakað Samir Nasri, leikmann Arsenal, um leikaraskap þegar hann fiskaði vítaspyrnu í leik liðanna í gær.

Liðin mættust í ensku deildabikarkeppninni í gær og vann Arsenal 4-1 sigur í framlengingu.

Nasri tók spyrnuna sjálfur og kom Arsenal í 2-1 forystu. Liðið fékk svo annað víti og Andrei Arshavin skoraði svo fjórða mark liðsins í leiknum áður en framlengingin var flautuð af.

„Mér fannst fyrri vítaspyrnudómurinn mjög strangur. Hann datt. Reyndar held ég að hann hafi látið sig falla," sagði Redknapp.

„En ég héld að leikurinn yrði erfiður fyrir okkur þegar ég sá liðið þeirra. Þeir virtust vera aðeins sterkari en við," bætti hann við. „Þegar í framlenginguna var komið voru fjórir leikmenn komnir með krampa í fótunum. Þá vissi ég að þetta yrði erfiður hálftími."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×