Enski boltinn

Northampton sló Liverpool út úr enska deildarbikarnum á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Northampton fagna á Anfield í kvöld.
Leikmenn Northampton fagna á Anfield í kvöld. Mynd/GettyImages

D-deildarliðið Northampton Town sló Liverpool óvænt út úr enska deildarbikarnum í kvöld. Northampton Town vann 4-2 í vítakeppni eftir að leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli.

Vítakeppnin byrjaði ekki vel fyrir Northampton Town því þeir klikkuðu á fyrsta víti sínu en það kom ekki að sök því Liverpool-mennirnir David N'Gog og Nathan Eccleston klikkuðu á sínum spyrnum. Það var síðan Abdul Osman sem tryggði Northampton Town sigur með því að skora úr síðustu spyrnunni.

Milan Jovanovic skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar hann setti boltann inn af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Daniel Agger.

Billy Mckay jafnaði fyrir gestina þegar hann skoraði af stuttu færi á 56. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð.

Michael Jacobs kom Northampton yfir eftir átta mínútna leik í framlengingunni en David N'Gog tryggði Liverpool vítakeppni með því að jafna metin á 117. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×