Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að bjóða Pires samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Pires.
Robert Pires. Nordic Photos / AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að bjóða Robert Pires samning en hann hefur fengið að æfa með liðinu síðustu vikurnar.

„Mér líkar vel við Pires og er stoltur af því að allir leikmenn sem sem hafa spilað með okkur vilji koma aftur. En það eru margir leikmenn hjá Arsenal fyrir og leikmannahópurinn er nógu stór," sagði Wenger.

„Ég mun þó hjálpa honum að komast í gott form og trúið mér, hann getur enn spilað í ensku úrvalsdeildinni. Ef ég væri hjá stjóri í ensku úrvalsdeildinni og leita að skapandi leikmanni, myndi ég ekki hika við að taka hann."

Sjálfur vonast Pires til þess að hann komist að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég á sjálfsagt mestu möguleikana á því að finna mér félag hér í Englandi," sagði Pires sem viðurkenndi að hann mun líklega leggja skóna á hilluna ef honum tekst ekki að finna sér nýtt félag í janúar.

Hann lék síðast með Villarreal en er í dag samningslaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×