Enski boltinn

Houllier hefur ekki enn skrifað undir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier. Nordic Photos / Getty Images
Gerard Houllier hefur ekki enn skrifað undir samning við Aston Villa um að hann verði nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann hefur þó gert samþykkt að gera þriggja ára samning.

Tæpar tvær vikur eru síðan að tilkynnt var að Houllier tæki við Aston Villa en ráðningin hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.

Houllier var starfandi sem tæknilegur ráðgjafi hjá franska knattspyrnusambandinu en það hefur tekið tíma fyrir hann að fá sig lausan úr því starfi.

Houllier verður þó á hliðarlínunni hjá Aston Villa í fyrsta sinn í kvöld er liðið mætir Blackburn í ensku deildabikarkeppninni.

„Nei, ég hef ekki skrifað undir samninginn en það er í góðu lagi. Orðið skiptir meira máli en allt annað. Þetta er ekki mikilvægt, ég held að ég hafi ekki skrifað undir hjá Liverpool fyrr en í nóvember eða desember."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×