Enski boltinn

Ireland gerir heimildarmynd um sjálfan sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ireland er með húðflúraða vængi á bakinu. Toppið það.
Ireland er með húðflúraða vængi á bakinu. Toppið það.

Stephen Ireland, leikmaður Aston Villa, þykir skemmtilegur gaukur sem leiðist ekki athyglin. Hann er þekktur fyrir skrautlegan lífsstíl. Keyrir um á áberandi bílum og er vanur því að hlaða á sig skartgripum.

Hann hefur nú ákveðið að fara með þetta alla leið. Kappinn er að gera heimildarmynd um sjálfan sig og það af dýrari gerðinni.

Hann fetar meðal annars í fótspor ekki ómerkari manns en Herberts Guðmundssonar og skellir sér til Hollywood. Þar æfir hann með unnustu sinni hjá stjörnuþjálfaranum Nicky Hollender.

Bresk slúðurblöð gera mikið grín að þessu í dag og telja líklegt að myndin endi á versta tíma á lélegri sjónvarpsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×