Umfjöllun: Fram hafði betur gegn fámennum Fylkismönnum Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. júní 2010 23:01 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Fram vann baráttusigur gegn Fylki í Árbænum í Visa-bikarnum, 0-2. Það var Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Frammara í sitthvorum hálfleiknum. Fylkismenn voru afar ósáttir með framgöngu Jóhannesar Valgeirssonar, dómara, en hann veifaði tveimur rauðum spjöldum á leikmenn Fylkis og einnig fékk Ólafur Þórðarson að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og sóttu bæði lið nokkuð af nokkrum krafti. Fylkir fékk fyrsta alvöru færi leiksins á 14. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason fékk frábært marktækifæri er hann fékk frábæra sendingu frá Ingimundi Níels Óskarssyni inn fyrir vörn Fram. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, sá hins vegar við honum úr þröngu færi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu. Frammarinn Hjálmar Þórarinsson skoraði glæsilegt mark eftir langa sendingu frá Almarri Ormarssyni inn fyrir vörn Fylkis. Hjálmar afgreiddi boltann glæsilega í fjærhornið framhjá Fjalari Þorgeirssyni, sem var þó í boltanum. Litlu munaði að Fram færi inn í hálfleik með tveggja marka forystu því Pape Mamadou Faye sendi boltann hreinlega beint í lappirnar á Hjámar Þórarinsson sem var kominn einn á móti Fjalari sem varði í horn. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Andrés Már Jóhannesson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að spyrna boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Rauða spjaldið var strangur dómur og var Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis afar óánægður með dómgæsluna. Fyrir mótmæli sín uppskar hann sitt annað gula spjald og var vísað af varamannabekknum. Þrátt fyrir að vera leikmanni færri voru það Fylkismenn sem voru líklegri til að jafna leikinn. Vonin varð hins vegar afar lítil eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk réttilega að líta beint rautt spjald þegar hann gaf Almarri Ormarssyni olnbogaskot. Við það blésu Frammarar til sóknar og uppskáru annað mark á 83. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ívari Björnssyni. Hjálmar var ekki langt frá þrennunni undir lok leiksins en sigur Frammara varð ekki stærri og geta Safamýrapiltar vel við unað að vera komnir í 8- liða úrslit. Fylkismenn voru ekki síðri aðilinn í leiknum en ljóst er að þeir eru að brjóta of mikið af sér og uppskera rauð spjöld upp úr litlu.Fylkir - Fram 0-2 0-1 Hjálmar Þórarinsson (32.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson (83.) Áhorfendur: 511 Dómari: Jóhannes ValgeirssonSkot (á mark): 7-7 (2-5)Varin skot: Fjalar 3 - Hannes 2Horn: 6-10Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson Kristján Valdimarsson Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ólafur Ingi Stígsson (85. Ásgeir Örn Arnþórsson) Þórir Hannesson Ingimundur Níels Óskarsson Andrés Már Jóhannesson Pape Faye (75. Jóhann Þórhallsson) Kjartan Ágúst Breiðdal Alberg Brynjar Ingason Einar Pétursson (63. Valur Fannar Gíslason)Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson Kristján Hauksson Halldór Hermann Jónsson Jón Gunnar Eysteinsson Samuel Tillen Hjálmar Þórarinsson Almarr Ormarsson (88. Guðmundur Magnússon) Ívar Björnsson Jón Guðni Fjóluson Tómas Leifsson (72. Hlynur Atli Magnússon) Jón Orri Ólafsson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26 Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47 Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fram vann baráttusigur gegn Fylki í Árbænum í Visa-bikarnum, 0-2. Það var Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Frammara í sitthvorum hálfleiknum. Fylkismenn voru afar ósáttir með framgöngu Jóhannesar Valgeirssonar, dómara, en hann veifaði tveimur rauðum spjöldum á leikmenn Fylkis og einnig fékk Ólafur Þórðarson að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og sóttu bæði lið nokkuð af nokkrum krafti. Fylkir fékk fyrsta alvöru færi leiksins á 14. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason fékk frábært marktækifæri er hann fékk frábæra sendingu frá Ingimundi Níels Óskarssyni inn fyrir vörn Fram. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, sá hins vegar við honum úr þröngu færi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu. Frammarinn Hjálmar Þórarinsson skoraði glæsilegt mark eftir langa sendingu frá Almarri Ormarssyni inn fyrir vörn Fylkis. Hjálmar afgreiddi boltann glæsilega í fjærhornið framhjá Fjalari Þorgeirssyni, sem var þó í boltanum. Litlu munaði að Fram færi inn í hálfleik með tveggja marka forystu því Pape Mamadou Faye sendi boltann hreinlega beint í lappirnar á Hjámar Þórarinsson sem var kominn einn á móti Fjalari sem varði í horn. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Andrés Már Jóhannesson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að spyrna boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Rauða spjaldið var strangur dómur og var Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis afar óánægður með dómgæsluna. Fyrir mótmæli sín uppskar hann sitt annað gula spjald og var vísað af varamannabekknum. Þrátt fyrir að vera leikmanni færri voru það Fylkismenn sem voru líklegri til að jafna leikinn. Vonin varð hins vegar afar lítil eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk réttilega að líta beint rautt spjald þegar hann gaf Almarri Ormarssyni olnbogaskot. Við það blésu Frammarar til sóknar og uppskáru annað mark á 83. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ívari Björnssyni. Hjálmar var ekki langt frá þrennunni undir lok leiksins en sigur Frammara varð ekki stærri og geta Safamýrapiltar vel við unað að vera komnir í 8- liða úrslit. Fylkismenn voru ekki síðri aðilinn í leiknum en ljóst er að þeir eru að brjóta of mikið af sér og uppskera rauð spjöld upp úr litlu.Fylkir - Fram 0-2 0-1 Hjálmar Þórarinsson (32.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson (83.) Áhorfendur: 511 Dómari: Jóhannes ValgeirssonSkot (á mark): 7-7 (2-5)Varin skot: Fjalar 3 - Hannes 2Horn: 6-10Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson Kristján Valdimarsson Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ólafur Ingi Stígsson (85. Ásgeir Örn Arnþórsson) Þórir Hannesson Ingimundur Níels Óskarsson Andrés Már Jóhannesson Pape Faye (75. Jóhann Þórhallsson) Kjartan Ágúst Breiðdal Alberg Brynjar Ingason Einar Pétursson (63. Valur Fannar Gíslason)Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson Kristján Hauksson Halldór Hermann Jónsson Jón Gunnar Eysteinsson Samuel Tillen Hjálmar Þórarinsson Almarr Ormarsson (88. Guðmundur Magnússon) Ívar Björnsson Jón Guðni Fjóluson Tómas Leifsson (72. Hlynur Atli Magnússon) Jón Orri Ólafsson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26 Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47 Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26
Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47
Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28