Enski boltinn

Boothroyd nýr stjóri Arons Einars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aidy Boothroyd er að taka við Coventry að sögn enskra fjölmiðla.
Aidy Boothroyd er að taka við Coventry að sögn enskra fjölmiðla. Nordic Photos / Getty Images

Coventry heldur í dag blaðamannafund þar sem búist er við að Aidy Boothroyd verði kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri liðsins.

Hann og Steve Cotterill voru helst orðaðir við stöðuna en Chris Coleman var rekinn frá félaginu eftir að tímabilinu í ensku B-deildinni lauk fyrr í mánuðinum.

Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Coventry og hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö ár.

Boothroyd þjálfaði síðast lið Colchester en hann hefur áður til að mynda stýrt Watford. Undir hans stjórn náði Colchester áttunda sæti ensku C-deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×