Fótbolti

Þjálfari Fluminense fékk ekki leyfi til að þjálfa Brasilíu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dunga var rekinn eftir HM.
Dunga var rekinn eftir HM. AFP
Muricy Ramalho, þjálfari Fluminense, fékk ekki leyfi frá félaginu sínu til þess að taka við brasilíska landsliðinu og í staðinn hefur Mano Menezes, þjálfara Corinthians verið boðið starfið í staðinn.

Dunga hætti með brasilíska landsliðið eftir að liðið datt út úr átta liða úrslitunum á HM í Suður-Afríku. Það er mikið kappsmál að þjálfa Brasilíu næstu fjögur árin því Brasilíumenn verða á heimavelli á HM 2014 í fyrsta skipti síðan 1950.

Menezes er 48 ára gamall og hefur þjálfað lið Corinthians frá árinu 2008. Hann ætlar að tilkynna ákvörðun sína á blaðamannafundi í Sao Paulo í dag en allar líkur er á því að hann taki að sér starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×