Enski boltinn

Liverpool hefur áhuga á efnilegum skoskum varnarmanni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Danny Wilson.
Danny Wilson.

Liverpool vonast til að klófesta Danny Wilson, 18 ára miðvörð frá Glasgow Rangers. Wilson á aðeins rúmt ár eftir af samningi sínum við skoska liðið og er talið mikið efni.

Liverpool hefur sent útsendara til að fylgjast með Wilson sem talinn er fáanlegur fyrir um þrjár milljónir punda. Tottenham hefur einnig sýnt leikmanninum áhuga.

Talsmaður Rangers staðfesti í samtali við Guardian að Liverpool hafi sýnt Wilson áhuga. Leikmaðurinn er sá yngsti sem leikið hefur með Glasgow Rangers í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×