Fótbolti

Platini vill ekki að fótboltinn breytist í Playstation-leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Mynd/AP
Michel Platini, forseti UEFA, er ekki hlyntur því taka upp marklínutækni í fótboltanum því hann telur að þá væru menn búnir að stíga fyrsta skrefið í átt að breyta fótboltanum í Playstation-leik eins og hann orðar það sjálfur. Platini er á því að stærsta verkefnið í að bæta dómgæslu sé að dómararnir öðlist meiri virðingu hjá þeim sem koma að leiknum.

„Einn dómari er ekki nóg ekki í nútímafótbolta þar sem það eru 20 myndavélar á vellinum. Það er ósanngjarnt því myndavélarnar sjá allt en dómarinn er bara með tvö augu. Í hvert skipti sem dómarinn gerir mistök þá gera myndavélarnar sér mat úr því," sagði Michel Platini í viðtali við heimasíðu skoska knatspyrnusambandsins.

„Ég hef talað um það í tíu ár að breyta starfi dómarans, bæta vinnuaðstæðurnar og styðja betur við bakið á dómurunum. Það er ljóst að dómarar munu gera mistök og þú þarf eiginlega að vera masókisti til þess að verða dómari. Ég hef vitað það í 40 ár að kerfið er ekki nógu gott," sagði Platini.

„Það þurfa allir að hjálpa dómurunum, félögin, stuðningsmennirnir, leikmennirnir, fjölmiðlarnir og yfirvaldið. Það bera allir ábyrgð í þessu máli. Við erum búnir að bæta við tveimur aðstoðardómurum og það er bara raunhæft að bæta við tveimur augum til viðtbótar til þess að aðstoða dómarann," sagði Platini.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×