Fótbolti

Bierhoff: Fjarvera Thomas Muller breytir miklu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bierhoff með landsliðsþjálfaranum Joachim Löw.
Bierhoff með landsliðsþjálfaranum Joachim Löw. AFP
Oliver Bierhoff, fyrrum framherji Þýskalands og núverandi liðsstjóri, segir að það skipti hreinlega öllu máli að Thomas Muller geti ekki spilað í leiknum gegn Spáni á morgun.

Muller verður í banni en annars eru allir klárir hjá Þjóðverjum.

"Á stórmótum kemur lið sér í gírinn og því er Thomas hlekkur í keðjunni sem mun vanta. Hann hefur verið aælveg frábær á mótinu," sagði Bierhoff.

Cacau, Piotr Trochowski og Mario Gomez gætu allir komið inn í liðið fyrir Muller.

"Liðið hefur brugðist ótrúlega við því þegar lykilmenn vantar en fjarvera Thomasar er áfall," sagði Bierhoff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×