Sport

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Shoya Tomizawa lést í dag.
Shoya Tomizawa lést í dag. GettyImages

Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Tomizawa féll af hjóli sæinu í beygju með þeim afleiðingum að tveir ökumenn óku yfir hann þar sem hann lá á brautinni. Hann var fluttur með þyrlu á spítala en lést af áverkum skömmu síðar.

Heimsmeistarinn Valentino Rossi segir að þegar svona slys eigi sér stað, þá skipti ekkert annað máli. „Hann var fínn strákur og þetta er hræðilegt slys. Hann var alltaf brosandi og hafði alltaf eitthvað gott um alla að segja. Framtíðin blasti við honum og því er þetta mjög sorglegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×