Enski boltinn

Schwarzer valinn besti fótboltamaður Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Schwarzer.
Mark Schwarzer. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mark Schwarzer, markmaður Fulham, fékk tvö stór verðlaun á uppskeruhátíð áströlsku knattspyrnunnar í gær. Schwarzer var kosinn besti knattspyrnumaður Ástrala annað árið í röð og var einnig kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum.

Schwarzer, sem er 38 ára gamall. var rétt á undan Tim Cahill hjá Everton í kosningu leikmannanna en Cahill fékk einmitt þessi verðlaun í fyrra.

Mark Schwarzer lék 10 lansleiki með Áströlum á síðasta keppnistímabili (2009-2010) og spilaði allar mínútur í boði á HM í Suður-Afríku síðasta sumar. Hann átti síðan mikinn þátt í að Fulham komast alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×