Heiðari Má og Má Guðmundssyni lenti saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2010 18:49 Heiðar Már Guðjónsson Mynd/Stöð2 Seðlabankinn gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef hann hættir við söluna á Sjóvá á röngum forsendum. Framkvæmdastjóri Sölvhóls, rekstrarfélags Seðlabankans, er hlynntur sölunni og hefur mælt með henni en seðlabankastjóri hefur enn ekki skrifað undir. Algjörlega óvíst er hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa hlut í tryggingafélaginu Sjóvá, en söluferlið hefur nú staðið yfir í níu mánuði. Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, er framkvæmdastjóri Sölvhóls, sem sér um eignasafn Seðlabankans, sem fer með 73 prósenta hlut í Sjóvá fyrir hönd bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Haukur Camillus gefið samþykki sitt fyrir kaupunum og mælt með þeim, en enn er beðið eftir undirritun stjórnar Eignasafns Seðlabankans og þar með Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Haukur Camillus vildi ekki tjá sig um þetta í samtali við fréttastofu í dag. Ef Seðlabankinn ákveður að hætta við án þess að styðjast við gildar réttarheimildir og viðhlítandi rök kann það að baka bankanum, og þar með íslenska ríkinu, skaðabótaskyldu, samkvæmt uppýsingum fréttastofu. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að söluferlið hafi verið með miklum ólíkindum. Inn í málið fléttist persónuleg samskipti Heiðars Más og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en þeim mun hafa lent harkalega saman fyrir nokkrum árum, áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra. Heiðar Már hafði verið gagnrýninn á stefnu Seðlabankans í tíð Más Guðmundssonar er hinn síðarnefndi gegndi embætti aðalhagfræðings bankans. Ekki náðist í Heiðar Má í dag til að fá nánari upplýsingar um deilu þeirra tveggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nefndarmenn í skilanefnd Glitnis, Heimir Haraldsson og Árni Tómasson, tafið söluferlið og látið í ljós þá skoðun sína að verðið sé allt of lágt. Heimildarmenn fréttastofu segja að Heimir Haraldsson hafi lagt stein í götu söluferlisins með ýmsum hætti. Heimir vildi þó ekki kannast við það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði að skilanefnd Glitnis hefði talið verðið of lágt og af þeirri ástæðu hefði skilanefndin dregið sig út úr söluferlinu á fyrri stigum þess. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Seðlabankinn gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef hann hættir við söluna á Sjóvá á röngum forsendum. Framkvæmdastjóri Sölvhóls, rekstrarfélags Seðlabankans, er hlynntur sölunni og hefur mælt með henni en seðlabankastjóri hefur enn ekki skrifað undir. Algjörlega óvíst er hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa hlut í tryggingafélaginu Sjóvá, en söluferlið hefur nú staðið yfir í níu mánuði. Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, er framkvæmdastjóri Sölvhóls, sem sér um eignasafn Seðlabankans, sem fer með 73 prósenta hlut í Sjóvá fyrir hönd bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Haukur Camillus gefið samþykki sitt fyrir kaupunum og mælt með þeim, en enn er beðið eftir undirritun stjórnar Eignasafns Seðlabankans og þar með Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Haukur Camillus vildi ekki tjá sig um þetta í samtali við fréttastofu í dag. Ef Seðlabankinn ákveður að hætta við án þess að styðjast við gildar réttarheimildir og viðhlítandi rök kann það að baka bankanum, og þar með íslenska ríkinu, skaðabótaskyldu, samkvæmt uppýsingum fréttastofu. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að söluferlið hafi verið með miklum ólíkindum. Inn í málið fléttist persónuleg samskipti Heiðars Más og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en þeim mun hafa lent harkalega saman fyrir nokkrum árum, áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra. Heiðar Már hafði verið gagnrýninn á stefnu Seðlabankans í tíð Más Guðmundssonar er hinn síðarnefndi gegndi embætti aðalhagfræðings bankans. Ekki náðist í Heiðar Má í dag til að fá nánari upplýsingar um deilu þeirra tveggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nefndarmenn í skilanefnd Glitnis, Heimir Haraldsson og Árni Tómasson, tafið söluferlið og látið í ljós þá skoðun sína að verðið sé allt of lágt. Heimildarmenn fréttastofu segja að Heimir Haraldsson hafi lagt stein í götu söluferlisins með ýmsum hætti. Heimir vildi þó ekki kannast við það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði að skilanefnd Glitnis hefði talið verðið of lágt og af þeirri ástæðu hefði skilanefndin dregið sig út úr söluferlinu á fyrri stigum þess.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira