Heiðari Má og Má Guðmundssyni lenti saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2010 18:49 Heiðar Már Guðjónsson Mynd/Stöð2 Seðlabankinn gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef hann hættir við söluna á Sjóvá á röngum forsendum. Framkvæmdastjóri Sölvhóls, rekstrarfélags Seðlabankans, er hlynntur sölunni og hefur mælt með henni en seðlabankastjóri hefur enn ekki skrifað undir. Algjörlega óvíst er hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa hlut í tryggingafélaginu Sjóvá, en söluferlið hefur nú staðið yfir í níu mánuði. Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, er framkvæmdastjóri Sölvhóls, sem sér um eignasafn Seðlabankans, sem fer með 73 prósenta hlut í Sjóvá fyrir hönd bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Haukur Camillus gefið samþykki sitt fyrir kaupunum og mælt með þeim, en enn er beðið eftir undirritun stjórnar Eignasafns Seðlabankans og þar með Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Haukur Camillus vildi ekki tjá sig um þetta í samtali við fréttastofu í dag. Ef Seðlabankinn ákveður að hætta við án þess að styðjast við gildar réttarheimildir og viðhlítandi rök kann það að baka bankanum, og þar með íslenska ríkinu, skaðabótaskyldu, samkvæmt uppýsingum fréttastofu. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að söluferlið hafi verið með miklum ólíkindum. Inn í málið fléttist persónuleg samskipti Heiðars Más og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en þeim mun hafa lent harkalega saman fyrir nokkrum árum, áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra. Heiðar Már hafði verið gagnrýninn á stefnu Seðlabankans í tíð Más Guðmundssonar er hinn síðarnefndi gegndi embætti aðalhagfræðings bankans. Ekki náðist í Heiðar Má í dag til að fá nánari upplýsingar um deilu þeirra tveggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nefndarmenn í skilanefnd Glitnis, Heimir Haraldsson og Árni Tómasson, tafið söluferlið og látið í ljós þá skoðun sína að verðið sé allt of lágt. Heimildarmenn fréttastofu segja að Heimir Haraldsson hafi lagt stein í götu söluferlisins með ýmsum hætti. Heimir vildi þó ekki kannast við það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði að skilanefnd Glitnis hefði talið verðið of lágt og af þeirri ástæðu hefði skilanefndin dregið sig út úr söluferlinu á fyrri stigum þess. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Seðlabankinn gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef hann hættir við söluna á Sjóvá á röngum forsendum. Framkvæmdastjóri Sölvhóls, rekstrarfélags Seðlabankans, er hlynntur sölunni og hefur mælt með henni en seðlabankastjóri hefur enn ekki skrifað undir. Algjörlega óvíst er hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa hlut í tryggingafélaginu Sjóvá, en söluferlið hefur nú staðið yfir í níu mánuði. Haukur Camillus Benediktsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, er framkvæmdastjóri Sölvhóls, sem sér um eignasafn Seðlabankans, sem fer með 73 prósenta hlut í Sjóvá fyrir hönd bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Haukur Camillus gefið samþykki sitt fyrir kaupunum og mælt með þeim, en enn er beðið eftir undirritun stjórnar Eignasafns Seðlabankans og þar með Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Haukur Camillus vildi ekki tjá sig um þetta í samtali við fréttastofu í dag. Ef Seðlabankinn ákveður að hætta við án þess að styðjast við gildar réttarheimildir og viðhlítandi rök kann það að baka bankanum, og þar með íslenska ríkinu, skaðabótaskyldu, samkvæmt uppýsingum fréttastofu. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að söluferlið hafi verið með miklum ólíkindum. Inn í málið fléttist persónuleg samskipti Heiðars Más og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en þeim mun hafa lent harkalega saman fyrir nokkrum árum, áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra. Heiðar Már hafði verið gagnrýninn á stefnu Seðlabankans í tíð Más Guðmundssonar er hinn síðarnefndi gegndi embætti aðalhagfræðings bankans. Ekki náðist í Heiðar Má í dag til að fá nánari upplýsingar um deilu þeirra tveggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nefndarmenn í skilanefnd Glitnis, Heimir Haraldsson og Árni Tómasson, tafið söluferlið og látið í ljós þá skoðun sína að verðið sé allt of lágt. Heimildarmenn fréttastofu segja að Heimir Haraldsson hafi lagt stein í götu söluferlisins með ýmsum hætti. Heimir vildi þó ekki kannast við það í samtali við fréttastofu í dag, en sagði að skilanefnd Glitnis hefði talið verðið of lágt og af þeirri ástæðu hefði skilanefndin dregið sig út úr söluferlinu á fyrri stigum þess.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira