Fótbolti

Einstök ferna hjá Sneijder á 67 dögum?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Á aðeins 67 dögum getur Wesley Sneijder orðið fjórfaldur meistari og skráð sig á spjöld sögunnar. Einstök ferna gæti verið möguleiki ef hann vinnur á HM með Hollandi en með Inter hefur þann þegar unnið ítalska bikarinn, Serie-A deildina og Meistaradeildina. Sneijder hefur verið frábær á HM og hlýtur að koma til greina sem leikmaður ársins. Hann er eini leikmaður Inter sem er eftir á HM eftir að Brasilía og Argentína duttu út. "Ég er tilbúinn til að gera þetta allt aftur á næsta ári," sagði glaðbeittur Sneijder um einstakan árangur sinn. Reyndar er HM ekki haldið aftur að ári. Þau félög sem hafa unnið þrennur eru Celtic (1967), Ajax (1972), PSV Eindhoven (1988), Manchester United (1999) og Barcelona (2009). HM var ekki haldið á þessum árum. Landar Sneijder frá Hollandi, Hans van Breukelen, Ronald Koeman, Berry van Aerle og Gerald Vanenburg urðu þrefaldir meistarar með PSV árið 1988 og urðu svo Evrópumeistarar sama ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×