Enski boltinn

Carroll í slæmum málum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Andy Carroll, framherji Newcastle, verður ekki mættur á morgunæfingu hjá félaginu því hann þarf að mæta fyrir dómara.

Hann hefur verið handtekinn vegna árásar en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp neinar frekari skýringar á því hvað hafi nákvæmlega gerst.

Carroll er 21 árs gamall og hefur slegið í gegn í upphafi leiktíðar. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×