Baktjaldamakk í Ölfusi - bæjarstjórinn boðar sérframboð 25. mars 2010 20:08 Ólafur Áki hefur verið bæjarstjóri í Ölfusi í tæp 8 ár. Áður var hann bæjarstjóri á Djúpavogi í 16 ár. „Það er klíka í baklandi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki geta sætt sig við að ákveðinn meirihluti ráði. Það er hefð fyrir því að hér reyni ákveðnir höfðingjar úti í bæ að stjórna og þeir hafa greinilega tögl og haldir á þessum tveimur bæjarfulltrúum," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi, sem í dag var sagt upp störfum sem bæjarstjóri. Hann boðar sérframboð í vor ásamt bæjarfulltrúanum Sigríði Láru Ásberg. Tveir af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gengu í dag til samstarfs við minnihlutann í bæjarstjórn. Fyrst verk nýs meirihluta var að segja Ólafi upp störfum. Sjálfstæðismennirnir sem gengu til liðs við minnihlutann eru Birna Borg Sigurgeirsdóttir og Stefán Jónsson. „Þetta er búið að vera að gerjast síðan fyrir jól," segir Ólafur. Hann vandar einstaklingum í baklandi flokksins, sem hann vill ekki nafngreina, ekki kveðjurnar. „Þessir menn eru dæmigerðir afturhaldssinnar sem komast ekki upp úr framsóknarhjólförunum eins og þau voru á sínum verstu árum í kringum Sambandið. Það er athyglisvert að þetta skuli koma aftur upp hérna." Ólafur hefur verið bæjarstjóri í Ölfusi í tæp átta ár og áður bæjarstjóri í 16 ár á Djúpavogi. Hann segist ekki vera hættur í pólitík og boðar nýtt framboð. „Þetta verður óháður listi og það eru allir velkomnir." segir Ólafur um hið nýja framboð. Fjölmargir hafi nú þegar sett sig í samband við hann og Sigríði Láru og vilji vera með. Aðspurður segist Ólafur ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir atburði dagsins. „Ég er sjálfstæðismaður út í gegn." Tengdar fréttir Meirihlutinn í Ölfusi sprunginn Tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi hafa gengið til liðs við minnihlutann og myndað nýjan meirihluta. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. 25. mars 2010 19:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Það er klíka í baklandi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki geta sætt sig við að ákveðinn meirihluti ráði. Það er hefð fyrir því að hér reyni ákveðnir höfðingjar úti í bæ að stjórna og þeir hafa greinilega tögl og haldir á þessum tveimur bæjarfulltrúum," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi, sem í dag var sagt upp störfum sem bæjarstjóri. Hann boðar sérframboð í vor ásamt bæjarfulltrúanum Sigríði Láru Ásberg. Tveir af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gengu í dag til samstarfs við minnihlutann í bæjarstjórn. Fyrst verk nýs meirihluta var að segja Ólafi upp störfum. Sjálfstæðismennirnir sem gengu til liðs við minnihlutann eru Birna Borg Sigurgeirsdóttir og Stefán Jónsson. „Þetta er búið að vera að gerjast síðan fyrir jól," segir Ólafur. Hann vandar einstaklingum í baklandi flokksins, sem hann vill ekki nafngreina, ekki kveðjurnar. „Þessir menn eru dæmigerðir afturhaldssinnar sem komast ekki upp úr framsóknarhjólförunum eins og þau voru á sínum verstu árum í kringum Sambandið. Það er athyglisvert að þetta skuli koma aftur upp hérna." Ólafur hefur verið bæjarstjóri í Ölfusi í tæp átta ár og áður bæjarstjóri í 16 ár á Djúpavogi. Hann segist ekki vera hættur í pólitík og boðar nýtt framboð. „Þetta verður óháður listi og það eru allir velkomnir." segir Ólafur um hið nýja framboð. Fjölmargir hafi nú þegar sett sig í samband við hann og Sigríði Láru og vilji vera með. Aðspurður segist Ólafur ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir atburði dagsins. „Ég er sjálfstæðismaður út í gegn."
Tengdar fréttir Meirihlutinn í Ölfusi sprunginn Tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi hafa gengið til liðs við minnihlutann og myndað nýjan meirihluta. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. 25. mars 2010 19:16 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Meirihlutinn í Ölfusi sprunginn Tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi hafa gengið til liðs við minnihlutann og myndað nýjan meirihluta. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. 25. mars 2010 19:16