Innlent

Meirihlutinn í Ölfusi sprunginn

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. Mynd/Rósa J.

Tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi hafa gengið til liðs við minnihlutann og myndað nýjan meirihluta. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Um leið var bæjarstjóranum, Ólafi Áka Ragnarssyni, sagt upp störfum og hættir hann þegar í dag en hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra í Ölfusi í tæp átta ár.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum, Framsóknarflokkurinn tvo og Samfylking og óháðir einn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×