Enski boltinn

Jóhannes Karl: Fór út til að semja við Barnsley en samdi við Huddersfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson var í góðu sambandi við Owen Coyle áður en hann hætti með Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson var í góðu sambandi við Owen Coyle áður en hann hætti með Burnley. Mynd/GettyImages
Jóhannes Karl Guðjónsson fór ekki til Englands til að semja við Huddersfield eins og raunin var heldur var hann á leiðinni í læknisskoðun hjá Barnsley. Þetta kemur fram í viðtali við hann á vefsíðunni fótbolti.net.

„Ég fór út með það fyrir augum að semja við þá. Á síðustu stundu komu Huddersfield inn í þetta og sýndu mjög mikinn metnað í að fá mig. Þegar að ég var búinn að hitta þjálfarann Lee Clark snérist mér alveg hugur," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net í dag en viðtalið má finna í heild sinni hér.

Auk Barnsley og Huddersfield höfðu fleiri félög áhuga samkvæmt fréttinni á fótbolti.net.Jóhannes Karl býr í Manchester en Huddersfield er í um hálftíma fjarlægð og því hentaði félagið vel. „Huddersfield virkar sem stærri klúbbur en Barnsley þó að þeir séu í deildinni fyrir neðan," sagði Jóhannes Karl meðal annars í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×