Enski boltinn

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

QPR, sem Heiðar Helguson leikur með, situr á toppi ensku B-deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik.

Núverandi stjóri liðsins er Neil Warnock en hann tók við liðinu í febrúar á þessu ári. Hann er sjöundi stjóri félagsins á síðustu fjórum árum.

"Ég á 70 prósent í félaginu með Bernie Ecclestone. Ef við förum upp á ég mér draum og sá er að fá Lippi sem stjóra liðsins," sagði Briatore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×