Enski boltinn

Benayoun ekki bjartsýnn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yossi Benayoun.
Yossi Benayoun.

Yossi Benayoun óttast að Liverpool hafi tapað baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir að hafa gert jafntefli gegn Birmingham um helgina.

„Það er erfitt að útskýra þetta. Það er mikill munur á frammistöðu liðsins frá síðasta tímabili. Það lék miklu betur þá og sjálfstraustið var mun meira," sagði Benayoun.

„Við byrjuðum þetta tímabil illa en á tímabili héldum svo að liðið væri komið í gang. Þá ollum við sjálfum okkur vonbrigðum aftur."

„Eina sem við getum gert er að spila þessa fimm leiki sem eftir eru og sjá hvert það skilar okkur. Núna þurfum við að treysta á önnur úrslit og það gerir þetta erfiðara. Birmingham er gott lið en við þurftum að vinna þennan leik," sagði Benayoun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×