Fótbolti

Tók dómarann hálstaki - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmaður í 2. deild í Paragvæ reyndi að kyrkja dómara um helgina. Hann gæti verið á leiðinni í fangelsi en hann var vægast sagt ósáttur við dómarann.

Jose Pedroso heitir leikmaðurinn er dómarinn heitir Marcelo Miranda.

Pedroso er leikmaður Rangers en dómarinn leyfði andstæðing þess, Concepcion að taka vítaspyrnu fjórum sinnum eftir ýmsar truflanir.

Conception skoraði fyrst, brenndi af næstu tveimur, en skoraði svo loksins aftur í fjórðu tilraun.

Pedroso réðst á dómarann og tók hann hálstaki aftan frá og réðst svo aftur að honum áður en liðsfélagar hans hentu honum niður.

Myndband af atvikinu má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×