Hodgson: Frammistaðan þrátt fyrir allt góð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2010 21:45 Roy Hodgson á hliðarlínunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Roy Hodgson segir að miðað við spilamennsku Liverpool þessa dagana er liðið ekki á leiðinni að endurheimta sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Liverpool olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabilið er liðið varð í sjöunda sæti. Liðinu hefur gengið enn verr í upphafi nýs tímabils og er í sextánda sæti deildarinnar með fimm stig eftir jafn marga leiki. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland á heimavelli í dag. Til að bæta gráu á svart þá tapaði Liverpool fyrir D-deildarliði Northampton í ensku deildabikarkeppninni í vikunni. Roy Hodgson, sem tók við Liverpool í sumar, skipti út öllu byrjunarliðinu úr þeim leik fyrir leikinn gegn Sunderland í dag. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum. Við vildum sigur. En á margan hátt var þetta frammistaðan sem við vildum," sagði Hodgson sem lagði þrátt fyrir allt áherslu á hið jákvæða í leiknum en Liverpool tókst þó að jafna metin eftir að hafa lent undir í síðari hálfleik. Darren Bent skoraði bæði mörk Sunderland í leiknum, það fyrra úr víti sem var dæmt á Christian Poulsen fyrir að handleika knöttinn innan teigs. „Mér fannst að dómarinn hafi verið að bæta fyrir mistök með því að dæma víti," sagði Hodgson. Dirk Kuyt hafði þá skorað umdeilt mark fyrir Liverpool. Hann komst inn í sendingu varnarmanns Sunderland sem sendi boltann aftur til markvarðar til að taka aukaspyrnu. Dómarinn leit svo á að varnarmaðurinn hefði tekið aukaspyrnuna og lét markið standa. „Ég tel ekki að það eigi að dæma hendi þegar um bolti fer óviljandi í hönd leikmanns. Slík brot eiga alltaf að vera viljandi og það segir mér enginn að þetta hafi verið viljandi hjá honum," sagði Hodgson sem sendi fjölmiðlamönnum einnig tóninn. „Það kemur mér alltaf svolítið á óvart hvað þið fjölmiðlamenn eruð fljótir að afskrifa andstæðinga. Sunderland er gott lið með góða leikmenn. Ef við verjumst ekki vel munu þeir skapa okkur usla." „En þegar ég lít á allan leikinn fannst mér við svo sannarlega eiga meira skilið en þetta eina stig sem við fengum. Ég er viss um að stuðningsmennirnir kunni að meta að leikmenn lögðu sig alla fram. Þetta er skref í rétta átt." Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Roy Hodgson segir að miðað við spilamennsku Liverpool þessa dagana er liðið ekki á leiðinni að endurheimta sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Liverpool olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabilið er liðið varð í sjöunda sæti. Liðinu hefur gengið enn verr í upphafi nýs tímabils og er í sextánda sæti deildarinnar með fimm stig eftir jafn marga leiki. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland á heimavelli í dag. Til að bæta gráu á svart þá tapaði Liverpool fyrir D-deildarliði Northampton í ensku deildabikarkeppninni í vikunni. Roy Hodgson, sem tók við Liverpool í sumar, skipti út öllu byrjunarliðinu úr þeim leik fyrir leikinn gegn Sunderland í dag. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum. Við vildum sigur. En á margan hátt var þetta frammistaðan sem við vildum," sagði Hodgson sem lagði þrátt fyrir allt áherslu á hið jákvæða í leiknum en Liverpool tókst þó að jafna metin eftir að hafa lent undir í síðari hálfleik. Darren Bent skoraði bæði mörk Sunderland í leiknum, það fyrra úr víti sem var dæmt á Christian Poulsen fyrir að handleika knöttinn innan teigs. „Mér fannst að dómarinn hafi verið að bæta fyrir mistök með því að dæma víti," sagði Hodgson. Dirk Kuyt hafði þá skorað umdeilt mark fyrir Liverpool. Hann komst inn í sendingu varnarmanns Sunderland sem sendi boltann aftur til markvarðar til að taka aukaspyrnu. Dómarinn leit svo á að varnarmaðurinn hefði tekið aukaspyrnuna og lét markið standa. „Ég tel ekki að það eigi að dæma hendi þegar um bolti fer óviljandi í hönd leikmanns. Slík brot eiga alltaf að vera viljandi og það segir mér enginn að þetta hafi verið viljandi hjá honum," sagði Hodgson sem sendi fjölmiðlamönnum einnig tóninn. „Það kemur mér alltaf svolítið á óvart hvað þið fjölmiðlamenn eruð fljótir að afskrifa andstæðinga. Sunderland er gott lið með góða leikmenn. Ef við verjumst ekki vel munu þeir skapa okkur usla." „En þegar ég lít á allan leikinn fannst mér við svo sannarlega eiga meira skilið en þetta eina stig sem við fengum. Ég er viss um að stuðningsmennirnir kunni að meta að leikmenn lögðu sig alla fram. Þetta er skref í rétta átt."
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira