Enski boltinn

Ferguson: Tevez átti að fá rautt

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Alex Ferguson, þjálfari Manchester United var allt annað en sáttur við dómarann, Mike Dean, sem dæmdi fyrri leik Manchester liðanna í bikarnum.

Fyrrum leikmaður United, Carlos Tevez, tæklaði gamla félaga sinn Wes Brown ílla í leiknum og Ferguson vildi sjá rautt spjald fara á loft, en svo var ekki.

„Það átti að reka Tevez útaf, eruð þið búin að sjá tæklinguna? Hann var ekki einu sinni spjaldaður“, sagði Ferguson gáttaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×