Enski boltinn

Emenalo tekur við Ray Wilkins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Michael Emenalo hefur verið ráðinn sem eftirmaður Ray Wilkins sem hætti skyndilega sem aðstoðarmaður Carlo Ancelotti knattspyrnustjóra í síðustu viku.

Wilkins hætti þar sem að Chelsea kaust ekki að endurnýja ráðningarsamning hans.

Emenalo starfaði áður við að greina andstæðinga Chelsea fyrir félagið en hann tók fyrst til starfa árið 2007 eftir að hann var ráðinn af Avram Grant.

Emanalo er Nígeríumaður og hefur starfað náið með Carlo Ancelotti síðan hann tók við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×