Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Við áttum að skilið að vinna þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea mátti horfa upp á sína menn tapa 0-1 á móti Birmingjam í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var annar leikurinn í röð þar sem Chelsea fær hvorki stig né skorar mark.

„Við áttum að skilið að vinna þennan leik og þess vegna er ég mjög vonsvikinn," sagði Carlo Ancelotti sem virðist ekki ganga alltoft vel síðan að Ray Wilkins hætti hjá félaginu.

„Við spiluðum góðan fótbolta og með rétta hugarfarinu. Við sköpuðum fullt af færum en það er stundum ekki nóg. Maður verður líka að hafa smá heppnina með sér," sagði Ancelotti.

„Við spiluðum nógu vel til þess að vinna þennan leik en svona er fótboltinn," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×