Enski boltinn

Eiður Smári fékk ekkert að spila í sigri Stoke á Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Higginbotham sést hér koma Stoke í 1-0.
Danny Higginbotham sést hér koma Stoke í 1-0. Mynd/GettyImages
Tíu leikir fóru fram í 3. umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar af fóru þrír þeirra í framlengingu þar á meðal stórleikur kvöldsins á milli Tottenham og Arsenal.

Danny Higginbotham og Kenwyne Jones tryggðu Stoke 2-0 sigur á Fulham, fyrra markið kom eftir horn en það seinna eftir innkast. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum.

Wade Elliott tryggði Burnley 1-0 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton en Owen Coyle, stjóri Bolton mætti þarna sínum gömlu lærisveinum og þurfti að sætta sig við tap.

Victor Obinna tryggði West Ham útisigur á Sunderland og Scott Sinclair skoraði þrennu í útisigri Swansea City á Peterborough United.

Það er framlengt hjá Tottenham og Arsenal. Henri Lansbury kom Arsenal yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en Robbie Keane kom inn á sem varamaður í hálfleik og jafnaði leikinn skömmu síðar.



Úrslitin í enska deildarbikarnum í kvöld:

Birmingham - Milton Keynes Dons 3-1

1-0 Alexander Hleb (24.), 2-0 Nikola Zigic (26.), 3-0 Craig Gardner (28.), 3-1 Aaron Wilbraham (80.)

Brentford - Everton 1-1 FRAMLENGT

0-1 Seamus Coleman (6.), 1-1 Gary Alexander (41.)

Burnley - Bolton 1-0

1-0 Wade Elliott (45.)

Millwall - Ipswich Town 1-2

Peterborough United - Swansea City 1-3

Portsmouth - Leicester City 1-2

Stoke - Fulham 2-0

1-0 Danny Higginbotham (23.), 2-0 Kenwyne Jones (79.)

Sunderland - West Ham 1-2

0-1 Frédéric Piquionne (35.), 1-1 Asamoah Gyan (41.), 1-2 Victor Obinna (59.)

Tottenham - Arsenal 1-1 FRAMLENGT

0-1 Henri Lansbury (16.), 1-1 Robbie Keane (49.)

Wolverhampton - Notts County 1-1 FRAMLENGT

0-1 Lee Hughes (57.), 1-1 Nenad Milijas (83.)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×