Enski boltinn

Wenger: Sýnið Gallas virðingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
William Gallas.
William Gallas.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur óskað eftir því að stuðningsmenn félagsins sýni varnarmanninum William Gallas virðingu er hann mætir á sinn gamla heimavöll með Tottenham.

Gallas lék með Arsenal í fyrra en hann hefur reyndar afrekað að leika með þrem Lúndunaliðum því hann spilaði einnig með Chelsea á sínum tíma.

"Þegar Gallas lék fyrir okkur þá gaf hann 100 prósent í alla leiki. Það verður að bera virðingu fyrir því. Ég lít alltaf á viðhorf leikmanna og hversu mikið þeir vilja vinna. Það var aldrei hægt að kvarta yfir neinu hjá Gallas þar," sagði Wenger.

"Maður er ábyrgur fyrir eigin hegðun en ekki annarra. Þetta félag byggir á því að bera virðingu fyrir öðru fólki. Ég vil því að fólk hagi sér vel og beri virðingu fyrir öðrum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×