Enski boltinn

Ljungberg vill koma aftur í enska boltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gekk ekki vel hjá Ljungberg með West Ham.
Það gekk ekki vel hjá Ljungberg með West Ham.

Endurkoma Robert Pires í ensku úrvalsdeildina hefur kveikt áhugann hjá Svíanum Freddie Ljungberg að koma aftur til Englands. Pires er búinn að semja við Aston Villa.

Hinn 33 ára gamli Ljungberg er að klára samninginn sinn hjá Chicago Fire en hann hefur leikið í Bandaríkjunum síðustu ár.

Umboðsmaður hans segir leikmanninn vera spenntan fyrir því að koma aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann lék 216 leiki með Arseanal á sínum tíma í deildinni og skoraði þá 46 mörk.

Ljungberg lék síðast á Englandi með West Ham leiktíðina 2007-08. Þaðan fór hann til Seattle Sounders og svo til Chicago.

Honum stendur til boða að vera áfram í Bandaríkjunum en bæði LA Galaxy og svo NY Cosmos, sem á að endurvekja, vilja fá hann í sinar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×