Enski boltinn

Mancini vill sjá mörk frá Adebayor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stuðningsmenn Man. City eru að verða langþreyttir á því að sjá mark frá Emmanuel Adebayor sem hefur ekki enn komið boltanum yfir línuna í vetur.

Leikmaðurinn hefur spilað fimm leiki i vetur og snéri til baka úr meiðslum gegn Juve í gær og tókst aftur ekki að skora.

"Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið örvæntingarfullt kvöld fyrir hann. Það var ánægjulegt að sjá hann aftur á vellinum eftir fjarveru í 20 daga," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City, sem vill sjá mörk fljótlega.

"Hann verður að fara að skora. Það er hans hlutverk hjá liðinu og miðað við meiðsli annarra leikmanna þurfum við  á því að halda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×