Fótbolti

Ungverjar búnir að reka Koeman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erwin Koeman.
Erwin Koeman. Mynd/AFP
Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu.

Erwin Koeman tókst ekki að koma ungverska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar og liðið náði ekki að vinna í síðustu fjórum leikjum hans með liðið. Síðasti leikurinn hans var síðan 6-1 tap á móti löndum hans í Hollandi í júní.

Sandor Egervari hefur verið að gera góða hluti með 20 ára lið Ungverja og undir hans stjórn vann liðið vann bronsverðlaun á HM í Egyptalandi í fyrra.

Egervari er ætlað að koma Ungverjum á sitt fyrsta stórmót síðan á HM í Mexíkó 1986 en liðið er með Hollandi, Svíþjóð, Finnlandi, Moldavíu og San Marínó í riðli í undankeppni EM 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×