Enski boltinn

Wigan lagði tíu leikmenn Wolves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karl Henry fær hér að líta rauða spjaldið í leiknum.
Karl Henry fær hér að líta rauða spjaldið í leiknum.

Wigan vann góðan sigur á Wolves, 2-0, í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Wolves því Karl Henry var rekinn af velli á 11. mínútu fyrir rosalega tæklingu. Þrátt fyrir það reif hann kjaft er hann sá rauða spjaldið.

Þó svo Wigan væri einum fleiri tók það liðið langan tíma að skora hjá Wolves.

Stíflan brast á 65. mínútu er Jordi Gomez og Hugo Rodallega bætti öðru marki við á 85. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×