Enski boltinn

Methagnaður og mikið tap í ársreikningi Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Manchester United tilkynnti skrýtnar tölur í ársreikningi félagsins í dag. Á sama tíma og dagleg starfsemi félagsins skilaði 100 milljón punda hagnaði þá skilaði United engu að síður tapi ár árinu upp á 83.64 milljónir punda.

Manchester United er fyrsta enska félagið til þess að taka inn meira en hundrað milljón punda hagnað af daglegum resti en slæm útkoma árinu mun eingungis ýta undir enn meiri óánægju út í Glazer-fjölskylduna sem á félagið.

United tókst að nýta vörumerki félagsins vel á síðasta starfsári og hefur einnig náð góðum árangri í að auka vinsældirnar út um allan heima. Það eru hinsvegar miklar skuldir félagsins og afborganir af þungbærum lánum sem ráða rauða litnum í ársreikningi þess en umræddu starfsári lauk í júní 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×