Enski boltinn

Frakkar unnu Englendinga á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard í baráttunni í kvöld.
Steven Gerrard í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Frakkland vann 2-1 sigur á Englandi í vináttulandsleik þjóðanna sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Karim Benzema kom Frökkum yfir með marki á 16. mínútu og Mathieu Valbuena jók forystuna á 55. mínútu.

Peter Crouch minnkaði muninn fyrir England á 86. mínútu, aðeins mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Fabio Capello gaf mörgum ungum leikmönnum tækifæri í kvöld og voru þeir Andy Carroll, Jordan Henderson og Kieran Gibbs allir í byrjunarliði Englands.

En það voru Frakkarnir sem stjórnuðu leiknum lengst af í kvöld. Leikur Englands þótti hugmyndasnauður og ljóst að það er enn mikil vinna sem bíður Capello landsliðsþjálfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×