Enski boltinn

Davids sagður hafa slegið konu í bíó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davids er hér eitthvað ósáttur við Beckham.
Davids er hér eitthvað ósáttur við Beckham.

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids, sem leikur með Crystal Palace þessa dagana, hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir að slá konu utan undir í bíóhúsi.

Atvikið átti sér stað í Amsterdam þar sem Davids var að skemmta sér með unnustu sinni og vinum.

Málsatvik eru sögð vera þannig að tvær konur sátu í sætum sem Davids var búinn að bóka. Konurnar neituðu að færa sig og upphófst í kjölfarið mikið rifrildi. Það endaði með því að Davids rak konunni svo hraustlegan kinnhest að hún fékk glóðarauga.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Davids kemst í kast við lögin vegna ofeldis í garð kvenna en fyrrum unnusta hann sakaði hann um ofbeldi árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×