Enski boltinn

Methagnaður hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rekstrargrundvöllur Arsenal er vægast sagt góður.
Rekstrargrundvöllur Arsenal er vægast sagt góður. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal hefur tilkynnt að félagið hefur aldrei hagnast meira en á síðasta rekstrarári er hagnaður var 56 milljónir punda eða rúmir tíu milljarðar króna.

Hagnaður Arsenal frá árinu á undan var 45,5 milljónir punda og er að stærstum hluta vegna sölu fasteigna á landeigninni þar sem gamli Highbury-völlurinn var áður.

Eignarhaldsfélag Arsenal seldi 362 íbúðir á síðasta rekstrarári fyrir samtals 156,9 milljónir punda. Félagið hefur nú niðurgreitt skuldir um 129,6 milljónir og hefur skuldastaða þess minnkað úr 297,7 milljónum í 135,6 milljónir punda.

Velta félagsins var 379,9 milljónir og jókst um tæpar 70 milljónir á milli ára.

Fasteignafélag Arsenal er nú skuldlaust og mun halda áfram að skila hagnaði á næstu árum, eftir því sem forráðamenn Arsenal segja í enskum fjölmiðlum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×