Enski boltinn

Vippa Pienaar á móti Arsenal: Fallegasta markið hans á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Pienaar sést hér að skora markið sitt.
Steven Pienaar sést hér að skora markið sitt. Mynd/AFP

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar var ánægður með markið sitt fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Steven Pienaar slapp þá einn í gegn og vippaði boltanum af mikilli yfirvegun yfir Manuel Almunia í marki Arsenal. Pienaar kom Everton í 2-1 en Arsenal náði að tryggja sér stig í lokin.

„Það eina sem ég man eftir var að ég hefði nægt pláss fyrir framan mig og ég hugsaði: Hvenær á ég eiginlega að komast að markinu," sagði Steven Pienaar í léttum tón við EvertonTV.

„Ég held að Almunia hafi aðeins verið nokkrum sentímetrum frá því að ná í boltann en maður verður að hafa sjálfstraust í svona hluti. Ég verð samt örugglega að horfa á markið aftur í rólegheitunum til þess að muna betur eftir því," sagði Pienaar.

„Eftir að hafa séð markið tel ég að þetta sé fallegasta markið mitt á ferlinum," sagði Pienaar kátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×