Enski boltinn

Slasaði sig við að búa til kaffi og missir af byrjun tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Langfield.
Jamie Langfield. Mynd/Getty Images
Jamie Langfield, markvörður skoska liðsins Aberdeen verður á meiðslalistanum hjá félaginu í upphafi tímabilsins en ástæðan fyrir því er mjög óvenjuleg. Langfield brenndist nefnilega illa við að laga kaffi fyrir liðsfélaga sína.

Langfield var að laga kaffi í liðsrútunni þegar liðið var á leiðinni til Englands í æfingabúðir. Hinn 30 ára markvörður hellti brennandi heitu vatni á fótinn sinn og brenndist illa. Hann þurfti að fara á sjúkrahús og snéri til baka á hækjum.

„Þetta er ekki eins slæmt og þetta gæti hafa orðið," sagði Mark McGhee stjóri Aberdeen við blaðamenn.

„Hann brenndi sig á fæti og það lítur út fyrir að hann verði frá í nokkrar vikur. Þetta er eitt af þeim óhöppum sem koma fyrir en við verðum bara að gleyma þessu sem fyrst," bætti McGhee við.

„Maður býst alltaf að leikmenn meiðist en reiknar þó með að það gerist inn á fótboltavellinum," sagði McGhee.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×