Erlent

Talibanar bera ábyrgð á árásinni

Sprengjunni var beint að bílalest Atlantshafsbandalagsins sem átti leið um svæðið. Myndin er úr safni.
Sprengjunni var beint að bílalest Atlantshafsbandalagsins sem átti leið um svæðið. Myndin er úr safni. Mynd/AP

Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun þegar að minnsta kosti 20 óbreyttir borgarar létu lífið og meira en 40 særðust.

Sprengjunni var beint að bílalest Atlantshafsbandalagsins sem átti leið um svæðið. Hryðjuverkamaður ók bíl hlöðnum sprengjuefni upp að bílalestinni áður en hann sprengdi sig í loft upp. Ekki er vitað hvort að einhverjir hermenn á vegum bandalagsins hafi fallið eða særst í árásinni.

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur boðað til blaðamannafundar í forsetahöllinni vegna árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×