Enski boltinn

Kári í fjögurra leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Mynd/Heimasíða Plymouth
Kári Árnason missir af næstu fjórum leikjum Plymouth í ensku C-deildinni eftir að hann var úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Kári fékk að líta rauða spjaldið er Plymouth tapaði fyrir Oldham, 4-2, um helgina. Þetta var hans annað rauða spjald á tímabilinu og því fer hann í fjögurra leikja bann nú.

Plymouth er sem stendur í 21. sæti deilarinnar og má illa við því að missa Kára svo lengi. Hann hefur verið byrjunarliðsmaður í öllum leikjum liðsins í haust, fyrir utan þá þrjá sem hann missti af vegna fyrra rauða spjaldsins síns.

Liðið er með sextán stig en aðeins sjö stig eru í liðið sem er í öðru sæti deildarinnar. Brighton er á toppi deildarinnar með 31 stig, átta stigum meira en Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield sem eru í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×